Leikskólinn Marbakki

Leikskólinn Marbakki kom með krakka af deildinni Læk og tóku þátt í fræðsludagskrá Hvalasýningarinnar. Krakkarnir voru mjög áhugasamir og komu með skemmtilegar spurningar. Eftir að hafa fræðst um helstu tegundir hvala á norðurslóðum, farið í leiki sem auka skilning á hegðun og atferli hvala fóru þau bakvið í fræðslusetrið og skoðuðu skíði, bein og tennur. Því næst fóru þau í skapandi verkefni, mótuðu í leir, tennur og bein og lágu undir sléttbakinum og teiknuðu upp munstur á maga hans og sporði Hnúfubaksins. Skemmtileg heimsókn og fræðandi.