Breiðholtsskóli tók þátt í fræðsludagskrá Hvalasýningarinnar
Breiðholtskóli kom til okkar og tók þátt í fræðsludagskránni. Krakkarnir voru mjög vel undirbúin, með margar góðar spurningar. Þau voru að vinna að verkefni í skólanum og mjög áhugasöm. Eftir að hafa farið um sýninguna og fræðst um helstu hvalategundir í norðurhafi, skoðað hvalalíköninn hátt og látt, farið í leiki og gert tilraunir fóru þau með Rúnu líffræðing bakvið í fræðslusetrið og skoðuðu video af veiðum og atferli hvala, fengu að snerta bein, skíði og hvalaeyru. Heimsóknin var mjög góð og skemmtileg. Augljóst að áhugi kennara af námi nemenda sinna eykur áhuga krakkanna.