Hlíðarskóli tók þátt í fræðsludagskrá Hvalasýningarinnar
Hlíðarskóli kom til okkar og tók þátt í fræðsludagskránni. Við vitum fátt skemmtilegra en að taka á móti hóp sem er uppfullur af áhuga og spurningum og sú var rauninn með Hlíðarskóla. Hópurinn kom til okkar snemma um morguninn og hlustaði á þjóðsögur um hvali undir Steypireiðinni, því næst skiptum við okkur í tvo hópa, annar fór um sýninguna og fræddist um ýmsar hvalategundir sem lifa í norðurhafi, fóru í leiki og gerðu alskyns mælingar. Hinn hópurinn fór með Rúnu líffræðing inn í fræðslusetrið, horfði á fræðsluvideo um hvali og skoðaði bein, skíði og hvalaeyru. Frábær heimsókn.

