Suðurhlíðarskóli

Suðurhliðarskóli kom og tók þátt í skóladagskrá Hvalasýningarinnar. Eftir að hafa fræðst um helstu tegundir hvala í norðurhafi og skoðað líkön af þeim í fullri stærð, fóru þau með Rúnu líffræðing bakvið í fræðslusetrið þar sem bein, skíði og beinagrindur voru skoðaðar nánar. Krakkarnir voru ótrúlega áhugasamir og greinilega vel undirbúin fyrir heimsóknina. Þau héldu áfram með hvalaverkefni þegar þau komu í skólann og sendu okkur afraksturinn. Hér sjáið þið hann.